Fimm hlutir á fimmtudegi

 

Sunnudagssteik í foreldrahúsum. Fátt sem toppar það. Nema kannski að borða sunnudagssteik með Bubba.

 

 

 

Af hverju eru allir að baka franskar súkkulaðikökur þessa dagana? Allsstaðar sem ég kem er ein slík í boði. Ég er búin að troða í mig óþarflega mörgum sneiðum síðastliðna viku. Fyrir utan kökuna sem ég bakaði svo sjálf.

 

Og át ein. Hverja einustu mylsnu.

 

 

Kjúklinganúðlusúpan á Krua Thai - ég gæti baðað mig upp úr henni. Þvílíkt lostæti. Krua Thai er óþolandi nálægt heimili mínu í Breiðholti og þess vegna er þessi súpa á boðstólnum að minnsta kosti einu sinni í viku.

 

Matarlega séð hlakka ég afskaplega mikið til að komast aftur til Reykjavíkur eftir helgi. Ikea, Krua Thai, Noodle Station, Ikea, Dominos, Ikea og salatbarinn í Hagkaup. 

 

Hangikjötið er komið í Ikea. Guðrún Veiga ætlar að setjast að í Ikea.

 

 

Ótrúlega fallegar marmara-gluggakistur heima hjá mömmu og pabba. Þau eru búin að búa í þessu húsi í átta ár. Ég tók eftir gluggakistunum núna um helgina. 

 

 

Hérna verð ég á morgun. Með fyrirlestur.

 

 

 

Já. Jájá. Ég get talað um aðra hluti en Bingókúlur, hnetusmjör og Bubba Morthens. Svona stundum að minnsta kosti. Þegar þess er krafist.

 

Heyrumst.

 


Bloggfærslur 23. október 2014

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband