Súpa á sunnudegi

 

Ég eldaði alveg stórkostlega súpu á þessu annars gráa sunnudagskvöldi. Mig langar að skrifa að ég sé agaleg súpukona. En ég fæ útbrot þegar ég kalla mig konu. Súpustelpa - nei það virkar ekki. 

Ég er mikill súpuaðdáandi - segjum það bara. 

 

Ég tók fáar og lélegar myndir þar sem súpan var ekki ætluð sem bloggefni. Ó, svo smakkaði ég. Himnesk alveg hreint og myndavélin rifin upp í snarhasti.

 

Kókos & karrýnúðlusúpa


4 hvítlauksgeirar

2 matskeiðar smátt saxað engifer

2 matskeiðar rautt karrýmauk

2 matskeiðar kókosolía

1 dós kókosmjólk

2 kjúklingateningar

1 líter af vatni

 

1 lítill rauðlaukur

1 gul paprika

1 rautt chilli

2 sellerístilkar

 

2 pakkar skyndinúðlur

salt og pipar

 

Saxið hvítlaukinn og engiferið smátt. Blandið því vel saman við karrýmaukið og kókosolíuna. Það er sennilega best að nota töfrasprota en ég nennti ómögulega að skíta hann út.

 

Leysið kjúklingateningana upp í vatninu. Hellið olíu í pott og steikið karrýblönduna við vægan hita í 1-2 mínútur. Hellið kjúklingasoðinu út í og kókosmjólkinni þar á eftir. Látið suðuna koma upp og smakkið til með salti og pipar. 

 

Smellið grænmetinu í pottinn og leyfið því að malla dálitla stund. Núðlunum skellt út í og þær látar sjóða í 2-3 mínútur. 

 

Voilá - unaðslega góð og fljótleg súpa.

 

 

 

 

 

 

Kannski ekki fögur yfirlitum en hún var góð. Sver það. Það hefði nú verið lekker að skreyta hana með ferskum kryddjurtum. En nei. Ég tímdi ekki að kaupa þær. 

 

Heyrumst.



Bloggfærslur 6. október 2014

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband