Með KitKat fyllingu

 

Það fylgir því örlítil frelsisskerðing að búa ekki lengur einsömul. Bannað að liggja í sófanum á brókinni. Horfandi á Hell´s Kitchen. Stynjandi yfir Gordon Ramsay. Eins og maður gerir. 

 

Nei. Þeir dagar eru taldir. 

 

Ég man hreinlega ekki hvenær ég var síðast fullklædd klukkan rúmlega níu að kvöldi til. Jæja. Ég bakaði. Fullklædd já. Dýrðlega köku handa sambýlismönnum mínum og öðrum sem ráku inn nefið.

 

 

 

Brownie með KitKat fyllingu:

 

Betty Crocker Brownie Mix (egg, vatn & olía)

1 pakkning KitKat Cookies & Cream (fæst í Krónunni - já, líka fyrir austan)

2 venjuleg KitKat

 

 

Útbúið Browniemixið samkvæmt leiðbeiningum á kassa.

 

 

Setjum helminginn af deiginu í meðalstórt eldfast mót.

 

 

 

Röðum KitKat ofan á. Borðum tvær lengjur. Að minnsta kosti.

 

 

Smyrjum afganginum af deiginu yfir.

 

Inn í ofn á 180° í 20-25 mínútur.

 

 

 

 

Það er óhætt að segja að þessi fullklædda kona hafi skorað í kvöld. Fullt hús stiga.

 

Hnossgæti par exelans.

 

Heyrumst.

 


Bloggfærslur 3. desember 2014

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband