2.8.2014 | 21:22
Brownie með Marsfyllingu
Mér er orða vant. Það er sjaldgæft. Svo afar sjaldgæft.
Þessi kaka sko.
Ekkert vesen. Ég nenni ekki að sigta hveiti eða vigta sykur. Alveg alls ekki.
Brownie með Marsfyllingu:
1 pakki Betty Crocker Brownie Mix
6 Marsstykki
Skerum Marsstykkin í tvennt. Það sleppur að lauma einum helming upp í sig. Ég ábyrgist það.
Útbúum kökudeigið samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Setjum bökunarpappír í meðalstórt eldfast mót og helminginn af kökudeiginu þar ofan í.
Komum Marsbitunum gaumgæfilega fyrir.
Afganginum af deiginu er að lokum smurt vandlega yfir.
Inn í ofn á 180° í 40-50 mínútur.
Svona, nákvæmlega svona, lítur himnaríki út.
Yndislega blaut súkkulaðisæla löðrandi í mjúkri karamellu. Ég legg ekki meira á ykkur.
Eigið góða helgi mín kæru.
Heyrumst fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 2. ágúst 2014
Um bloggið
Guðrún Veiga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar