Guðdómlega klístraðar Twixsmákökur.

IMG_6132
 
Það var svo ferlega vont veður í gær. Hvað gera bændur þá? Baka. Ó, þeir baka.
 
IMG_6176 
 
Þessar eru svakalegar. Mín hefðbundna mánudagsmegrun var eyðilögð á núll einni. Ekki hófst þessi ágæti þriðjudagur betur. Það hafa þónokkrar kökur fallið í valinn það sem af er morgni. 
 

Twixsmákökur.


1 og 1/2 bolli af mjúku ósöltuðu smjöri

3/4 bolli púðursykur

1/4 bolli sykur

1 stórt egg

2 teskeiðar vanilludropar

2 bollar af hveiti

2 teskeiðar Maizenamjöl 

1 teskeið matarsódi

Fáein korn af salti

1 og 1/2 bolli saxað Twix

3/4 bolli dökkir súkkulaðidropar
 
IMG_6133 
 
Byrjum á því að hræra saman smjörið, púðursykurinn, sykurinn, eggið og vanilludropana. Þetta er hrært í góðar fimm mínútur - þangað til mixtúran er létt og ljós.
 
IMG_6140 
 
Já. Ég á Kitchen Aid vél. Höldum því til haga. 
 
Nei, ég var ekki að gifta mig í laumi. Amma mín heitin átti hana og afi minn heitinn gaf mér hana eftir hennar dag. Mín dýrmætasta eign fyrir utan afkvæmið. 
 
IMG_6145 
 
Þegar eggja- og sykurblandan er vel hrærð og fín bætum við restinni af hráefnunum saman við. Fyrir utan Twixið og súkkulaðið. Sú dýrð fer síðast ofan í skálina.
 
IMG_6150 
 
IMG_6155 
 
IMG_6161 
 
Hrærum súkkulaðið varlega saman við. Síðan þarf deigið að hvíla í ísskáp í góða tvo tíma eða svo. Ömurlegir tveir tímar það. Ég hefði ekki einu sinni lagt í þessa uppskrift ef ég hefði lesið hana til enda áður en ég hófst handa. Ég las bara Twix og var ósjálfrátt komin með bölvaða hrærivélina upp á borð.
 
IMG_6170 
 
IMG_6171 
 

Jæja. Tveimur erfiðum tímum síðar.

 

Feita barnið sem ég var yfirgefur mig auðvitað aldrei. Þess vegna bætti ég aukabitum af Twixi ofan á kökurnar áður en þær fóru inn í ofninn. 
 
Kökurnar fara inn í heitan ofn á 175° og dúsa þar í sirka átta mínútur. Það þarf svo að leyfa þeim að kólna vel eftir að þær koma út.
 
IMG_6184 
 
IMG_6188 
 
IMG_6192 
 

Ég legg ekki meira á ykkur. 

 

Bakið þessar.

 

Heyrumst. 
 
 
 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband