Fimm hlutir á fimmtudegi.

IMG_6198
 
Ég var að skreyta eldhúsið mitt með þessari ljómandi fínu fánalengju sem ég keypti í Tiger. Ég virðist með öllu ófær um að kaupa gardínur - það er á hreinu. Ég bind því vonir mínar við að þessi lengja skýli mér þegar ég slysast inn í þetta bölvaða eldhús ber að ofan á morgnana. Það hefur nú bara komið fyrir einu sinni. Mesta lagi tvisvar.
 
IMG_6205 
Fánalengjan er heilir 10 metrar. Nóg í afgang til þess að skýla fleiri gluggum fyrir nekt minni. Nei, allt í lagi. Ég er aldrei nakin. Ég bý í Breiðholti. En fánalengjan er hinsvegar sniðugt skraut fyrir hvers kyns samkvæmi. Kostar ekki nema 300 krónur. Kjarakaup. 
 
IMG_6211 
Ó, það var gert vel við sig í Breiðholtinu í kvöld. 

Já. Ég bý í Breiðholti. Ég er með hárlengingar. Ég elska fiskbúðing. Til að kóróna þetta allt saman þá á ég pantaðan tíma í ljós á morgun. Í ljós. Ég hef ekki farið í ljós síðan um fermingu. Ég er bara svo fjári lasleg og föl þessa dagana. Ekki get ég borið á mig brúnkukrem án þess að þurfa að setja sjálfa mig í félagslega einangrun í marga daga. Þannig að já, í ljós ég ætla. Bara einn tíma. Einn. Þið dæmið mig ekki fyrir það. 
 
IMG_6213
 
IMG_6216 
Máltíð eins og á fimm stjörnu veitingahúsi. 

Það var meira að segja afgangur. Afgangs fiskbúðing nota ég í dýrinds samloku daginn eftir. Það er sko heldur betur ljúfmeti. Ég skal sýna ykkur á morgun. 
 
IMG_6225 
Megastore í Smáralind. Þá sjaldan sem ég villist þangað inn.  
 
IMG_6222 
Sokkapar, Hershey´s súkkulaðibúðingur og varasalvi sem bragðast eins og franskar kartöflur. Fyrir rúmlega 800 krónur. Ég læt það nú eiga sig.
 
unnamed 
Glöggir Ikeaaðdáendur hafa kannski veitt því athygli að nú er kominn sósubar á veitingastaðinn. Þetta kann ég vel að meta. Ég er nú þegar búin að snæða þarna tvisvar það sem af er þessari viku. Búin að marínera mig nokkuð vel með gráðaostasósu. Jú og kjötbollusultunni. Hún er á barnum líka. 
 
IMG_6235 
 
IMG_6238 
Þetta súkkulaði bara verðið þið að smakka. Dökkt súkkulaði með lakkrísbragði. Það fæst í Hagkaup. Ég myndi jafnvel taka þetta súkkulaði fram yfir baðferð með Simon Cowell. Svona jafnvel.

Það er einhver bingókúlukeimur af þessu. Örlítill. Almáttugur, ég þarf að fara í tilraunastarfsemi með þetta um helgina. Bræða það yfir ís. Yfir mig. Dýfa í hnetusmjör. Setja það í hafragraut. Ó, svo margir möguleikar.

Jæja.

Heyrumst. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband