Scandal

scandal
 
Ég hélt að það væru allir að horfa á þessa þætti. Ég forvitnaðist síðan í mínum innsta hring og komst að því að ég á ekki nema tvær vinkonur sem fylgjast með þeim. Það þykir mér bæði sláandi og miður í senn. Ef þið hafið ekki horft - nei, þá á ég bara ekki til orð. Horfið. Núna. 
 
scandal-season-3-winter-finale-fitz
 
Ó, almáttugur. Mr. President. Þú mátt eiga mig. Ég skal hugga þig og passa þig. Ég er með mjög lítinn barm en þú mátt samt hvíla höfuð þitt þar. Alla daga. Alltaf.
 
scandal-dec-6-ratings  
tumblr_mokts13MXI1ry1spxo1_500 
Þessi forboðna ást á milli þeirra er mig lifandi að drepa. Ég er sannfærð um að ég hef upplifað þetta í öðru lífi. Það tekur á hverja einustu taug líkama míns að fylgjast með þeim. Maginn á mér snýst í hringi og ég get stundum ekki hætt að gráta. Hann svo þjáður. Hún stundum svo köld. Hrukkurnar sem myndast á enninu á honum - hjálpi mér. 
 
scandal.preview 
 

Ah, þegar þau voru í Vermont. Ó, boj. Hann byggði hús handa henni. Vildi eiga börn. Lifa eðlilegu lífi og búa til sultu á sunnudögum. En almættið bara gefur þeim ekki sjéns.

 

Já. Ég er pínulítið sjúk. 

 

Legg samt til að þið hefjist handa við þessa þætti ekki seinna en núna.

 

Ég er þó örlítið slegin yfir því að Mr. President (Tony Goldwyn) er sá sem lék morðingjann og vonda karlinn í Ghost. Drap Patrick Swayze með köldu blóði. Ég þarf aðeins að melta þá staðreynd. 

 

Heyrumst.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband