Ég er skotin í

IMG_6617
 
IMG_6622 
Ég er skotin í Noodle Station. Svo skotin að starfsfólkið þekkir mig með nafni. Svona svipað og í Ikea. Ég þarf þó sennilega eitthvað að fara að breyta þessu neyslumynstri. Bara 39 króna núðlur úr Bónus og kjötbollur úr sparhakki framvegis. 
 
IMG_6519 
Ég er skotin í hvers kyns innpökkunarbrasi. Ég bæði elska það og hata. Eða ég elska það. En fullkomnunaráráttan, hún er annar handleggur. Ég get vel klárað tvær pappírsrúllur þegar ég stússast við eina gjöf. 
 
AR-140329323 
Ég er skotin í Kim og Kanye. Mér til varnar hef ég ekki séð svo mikið sem einn þátt af Keeping up with the Kardashians. Ég þekki Kim þess vegna ekkert. Þetta skot mitt er mjög grunnhyggið og byggt á útlitinu einu saman. 
 
 
 
Eh. Önnur játning. Já. Mér fannst þetta lag ekkert svakalega lélegt. Allt í lagi. Ekki skjóta mig af færi.
 
IMG_6628 
Ég er skotin í því að rúnta um Arnarnesið og láta mig dreyma. Ég passa mig samt á að draga aldrei sama fólkið með mér á rúntinn þangað. Það er auðvitað lykilatriði að vera ekki alltaf að sniglast þarna á sama bílnum. Ég sniglast ekkert oft þarna. Annað veifið. Einu sinni í viku kannski.
 
681127d6ec4b1f9b1d8c090834708714 
 
Ég er skotin í þessari mynd. Hef alltaf verið það. Það eru svo margir hlutir við hana sem heilla mig. Sjálfsbjargarviðleitnin, mannátið, hræðslan, lífsviljinn - æ, svo margt. Hún er góð. Ég neita að trúa að það sé einhver þarna úti sem ekki hefur séð hana. 
 

Annars er ég eiginlega mállaus í augnablikinu. Ég er lítið skotin í því ástandi.

Ég var að geispa, tala og snúa höfðinu áðan. Allt um leið. Kjálkinn á mér festist og er bara fastur. Ljómandi alveg hreint. Að opna munninn er svo gott sem ómögulegt. 

 

Þetta er ánægjulegt fyrir þær sakir að ég mun ekki troða í mig heilum poka af ostapoppi í kvöld samkvæmt venju. 

 

Virkilega óánægjulegt vegna þess að ég get ekki sungið með Kim & Kayne laginu sem ég er að dansa við í augnablikinu. Þetta er nú dálítið grípandi lag. Ekki?

 

Heyrumst.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband