26.3.2014 | 22:50
Hafragrauturinn minn
Ég hef nú bloggað um hafragrautinn minn góða oftar en einu sinni. Sennilega oftar en tvisvar. Ég er óttalegur hafragrautspervert. Gæti borðað hann í öll mál. Stundum get ég varla sofnað á kvöldin af því ég hlakka svo til að borða hafragrautinn minn morguninn eftir.
Allt í lagi. Stundum stend ég hreinlega upp úr rúminu og geri mér hafragraut. Að kvöldi til. Af því ég get ekki beðið.
Guðrúnargrautur (já, ég tók mér það bessaleyfi að skíra hann.).
Byrja á því að ná sér í skál. Sem má fara í örbylgjuofn.
Í hana fer:
1 dl haframjöl
Lítil lúka af hörfræjum
1 dl vatn
1dl mjólk
1/2 banani
1 teskeið kókosolía
Haframjölið og hörfræin fara fyrst í skálina.
Þar á eftir setjið þið vatnið og mjólkina. Bananinn er svo skorinn út í.
Hrærið vel í grautnum þegar hann kemur út úr örbylgjuofninum í seinna skiptið. Hann ætti að vera nokkuð þykkur. Að því búnu náið þið í kókosolíu, smellið teskeið út í og hrærið meðan hún bráðnar saman við.
Við viljum verulega væna skeið af því.
Uppáhalds maturinn minn.
Að eilífu.
Amen.
Heyrumst.
Um bloggið
Guðrún Veiga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.