Hafragrauturinn minn

IMG_6111
 

Ég hef nú bloggað um hafragrautinn minn góða oftar en einu sinni. Sennilega oftar en tvisvar. Ég er óttalegur hafragrautspervert. Gæti borðað hann í öll mál. Stundum get ég varla sofnað á kvöldin af því ég hlakka svo til að borða hafragrautinn minn morguninn eftir. 

 

Allt í lagi. Stundum stend ég hreinlega upp úr rúminu og geri mér hafragraut. Að kvöldi til. Af því ég get ekki beðið. 

 

Ég geri yfirleitt sama grautinn. Ég setti uppskriftina inn á bloggið fyrir löngu síðan. Svona þegar amma og mamma voru mínir einu lesendur. Ég ætla þess vegna að smella henni inn aftur og skora á ykkur að prófa. Sérstaklega ykkur sem hendið höfrum og vatni í pott og kallið það hafragraut. Oj bara.  
 
IMG_6080 

Guðrúnargrautur (já, ég tók mér það bessaleyfi að skíra hann.).


Byrja á því að ná sér í skál. Sem má fara í örbylgjuofn.

 

Í hana fer:

 

1 dl haframjöl

Lítil lúka af hörfræjum

1 dl vatn

1dl mjólk

1/2 banani

1 teskeið kókosolía

Kúfuð skeið af hnetusmjöri
 
IMG_6087
 

Haframjölið og hörfræin fara fyrst í skálina.

 

Já sloppurinn minn og naglalakkið er í stíl. Eins og hjá alvöru gardínufyllibyttu.
 
IMG_6092
 

Þar á eftir setjið þið vatnið og mjólkina. Bananinn er svo skorinn út í.

 

Þetta fer síðan inn í örbylgjuofn í eina mínútu og þrjátíu sekúndur. Já, akkúrat það. Þá er skálin tekin úr og þið stappið bananann saman við blönduna. Inn í örbylgjuofninn með þetta aftur í svona góðar þrjátíu sekúndur.
 
IMG_6094 

Hrærið vel í grautnum þegar hann kemur út úr örbylgjuofninum í seinna skiptið. Hann ætti að vera nokkuð þykkur. Að því búnu náið þið í kókosolíu, smellið teskeið út í og hrærið meðan hún bráðnar saman við. 

 

Þarna er lyktin orðin undursamleg. Mmm. 
 
IMG_6097 
Síðast en ekki síst, punkturinn yfir i-ið og rúsínan í pylsuendanum. Hnetusmjör!
 
IMG_6099
 

Við viljum verulega væna skeið af því. 

 

Stingið skeiðinni með hnetusmjörinu ofan í grautinn. Þar hitnar hnetusmjörið og mýkist. Hafragrauturinn er svo borðaður með hnetusmjörsskeiðinni. Ef þið skiljið hvað ég á við. Þið notið skeiðina með hnetusmjörinu í til þess að borða grautinn. Þá fáið þið dálítið hnetusmjör með hverri skeið sem fer upp í munninn. 
 
IMG_6107 

Uppáhalds maturinn minn.

 

Að eilífu.

 

Amen.

 

Heyrumst.

 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband