Fimm hlutir á fimmtudegi

IMG_6631
 

Ég var látin vita af því í vikunni að pósturinn minn yrði ekki borinn út til mín lengur. Ástæða þess væri sú að póstkassinn hjá mér tæki hreinlega ekki við meiru. Ah, já - ég kíkti einmitt í hann síðast þann 15.desember síðastliðinn, áður en ég fór austur í jólafrí. 

 

Póstur hræðir mig. Maður veit aldrei hvað þessi bölvuðu umslög innihalda. Þetta er búið að liggja á borðinu hjá mér í þrjá daga núna. Þrír mánuðir af pósti. Allt enn óopnað. 
 
IMG_6634 

Ein af mínum bestu vinkonum var að koma frá útlöndum og færði mér þessar fínu kóknáttbuxur.

 

Kók á afar sérstakan stað í hjarta okkar beggja. Einu sinni fórum við tvær saman í bústað seinnipart á föstudegi. Við gripum meðal annars með okkur eina kippu af tveggja lítra kóki. Um hádegi á laugardag var allt kók í húsinu búið. 12 lítrar af kóki, já. Ofan í tvær meðalstórar manneskjur. Á innan við sólahring. 
 
IMG_6639 
Enginn sem stendur mér nærri fer til útlanda án þess að færa mér eitt spennandi í safnið. 
 
IMG_6640 
 
IMG_6642 
Dýrmæt eign. Áritaður persónulega til mín. Bara til mín. Frá henni. 
 
IMG_6643 
Það er fullkomlega eðlilegt að eiga tvö eintök af Radio Rapist Wrestler. 
 
IMG_6648 

Ég ræddi við ykkur um nýtilkomið kjálkavandamál í síðustu færslu. Ef ég geispa þá smell ég hálfpartinn úr kjálkalið. Mér skilst að þetta geti tengst því að ég er alltaf með fullan munn af tyggjói. Ég fæ mér aldrei bara eitt tyggjó. Ekki tvö, nei. Fjögur eða sex. Það er minn skammtur. 

 

Fólk sem þekkir mig tekur aldrei nokkurn tíma upp tyggjópakka að mér viðstaddri.  
 
unnamed (1) 
 
unnamed 
 

Þið verðið að prófa Burger-inn í Hafnarfirði. 

 

Ég á alveg agalega erfitt með að bíða eftir mat. Bara eiginlega get það ekki. Ég tala nú ekki um þegar ég er það svöng að ég nánast íhuga að éta servíettuna utan af hnífapörunum á meðan ég bíð. 

 

Ef þið farið á Burger-inn þá er boðið upp á súpu og brauð á meðan beðið er eftir matnum. Ó, þegar afgreiðslukonan greindi mér frá þessu fyrirkomulagi. Almáttugur minn. Hún hefur sennilega orðið eilítið skelkuð við að sjá geðsýkislegan hamingjuglampann í augum mínum. 

 

Jæja.

 

Ég er á Austurlandi í augnablikinu. Ætla að njóta þess í tæpan sólarhring til viðbótar.

 

Heyrumst fljótlega. 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband