Miðnætursnarl

Ég er alltaf svöng og mig langar alltaf í eitthvað gott. Merkilega óþolandi andskoti. Ef ég er ekki að borða þá sit ég og hugsa um hvað ég get mögulega fengið mér að borða.

 

 Á meðan ég sit að snæðingi er ég síðan iðulega að skipuleggja næstu máltíð og passa að borða ekki yfir mig svo ég hafi nú örugglega pláss fyrir hana. Guð jú forði mér frá því að missa úr eina máltíð. Það væri agalegt.

 

Allavega. Mig langaði samkvæmt venju í eitthvað gott í kringum miðnætti í gærkvöldi. Ég borðaði poka af ostapoppi í kvöldmat þannig að það varð ekki fyrir valinu. Aldrei slíku vant. 

 

IMG_6933 

Ég náði mér í þetta fallega epli. Tilhugsunin um að bíta í það eintómt gerði ekkert fyrir mig.

 

IMG_6934 

Ég fjarlægði miðjuna úr því.

 

IMG_6940 
IMG_6945 
Ó, já. Hér í Breiðholtinu var öllu tjaldað til seint í gærkvöldi. Forlát rjómasprauta rifin fram og fyllt af hnetusmjöri sem síðan fór inn í eplið.
 
IMG_6950
 
Þessari sögu lýkur ekki hér. Nei. Hún er ekki hálfnuð.
 
IMG_6951 
Ég á auðvitað fulla skúffu af trépinnum. Enda kaupi ég aldrei bara einn bakka af sushi þó ég sé ein í mat. Einn bakki - það er nú varla upp í nös á ketti.
 
IMG_6956 
Stingum pinna þvert inn í eplið. Ekki í gegn.
 
IMG_6959 
Ah, Butterscotch dropar. Það eru engin orð yfir þetta sælgæti. Engin. Þetta er fáanlegt í Kosti og Hagkaupum held ég líka.
 
IMG_6962 
Í pott við mjög vægan hita. 
 
IMG_6964 
IMG_6971
 
Söxum væna lúku af M&M á meðan droparnir bráðna. 
 
IMG_6972 
IMG_6973 
IMG_6976 
 Smyrjum eplið vandlega. Lyktin af þessu er svo góð að manni langar að troða andlitinu ofan í pottinn. Nú eða hreinlega reyna að setjast ofan í hann.
 
IMG_6984 
M&M stráð yfir og inn í ísskáp í dálitla stund.
 
IMG_6985 

Guð á himnum. Þetta var agalegt. Ég dó úr nautn í fáeinar mínútur. 

 

Ég hafði þau plön um áramót að vera orðin mjó í maí. Þeim plönum hefur hér með verið slegið á frest.

 

Heyrumst. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband