1.4.2014 | 14:58
Miðnætursnarl
Ég er alltaf svöng og mig langar alltaf í eitthvað gott. Merkilega óþolandi andskoti. Ef ég er ekki að borða þá sit ég og hugsa um hvað ég get mögulega fengið mér að borða.
Á meðan ég sit að snæðingi er ég síðan iðulega að skipuleggja næstu máltíð og passa að borða ekki yfir mig svo ég hafi nú örugglega pláss fyrir hana. Guð jú forði mér frá því að missa úr eina máltíð. Það væri agalegt.
Allavega. Mig langaði samkvæmt venju í eitthvað gott í kringum miðnætti í gærkvöldi. Ég borðaði poka af ostapoppi í kvöldmat þannig að það varð ekki fyrir valinu. Aldrei slíku vant.
Ég náði mér í þetta fallega epli. Tilhugsunin um að bíta í það eintómt gerði ekkert fyrir mig.
Ég fjarlægði miðjuna úr því.
Guð á himnum. Þetta var agalegt. Ég dó úr nautn í fáeinar mínútur.
Ég hafði þau plön um áramót að vera orðin mjó í maí. Þeim plönum hefur hér með verið slegið á frest.
Um bloggið
Guðrún Veiga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.