2.4.2014 | 22:25
Þessi árstími
Ó, þetta er svo erfiður tími. Misserið að líða undir lok og manni langar frekar að ganga í sjóinn en að lesa eða skrifa stakt orð til viðbótar. Maður situr við allan daginn. Hættir að mála sig, greiða sér og klæða. Langar að gráta. Blóta. Öskra. Henda öllu draslinu á gólfið og kveikja í því. Kasta sér svo á helvítis bálið.
Mig langar að vera í vinnu frá átta til fjögur. Mig langar að draga andann án samviskubits. Mig langar að borða eitthvað sem ekki kemur úr pakka, niðursuðudós eða höndum heimsendils. Mig langar að hafa hreint hár. Mig langar að eiga hrein föt inni í skáp. Mig langar í frískt loft og súkkulaðihjúpuð jarðaber.
Já. Ég veit. Ég er ferlega dramatísk. Hef aldrei haldið öðru fram.
Ekki lít ég betur út. Ég er alltaf með skítugt hár þegar jóla- eða sumarfrí eru handan við hornið. Ég baða mig jú. En ég læt bara hárið á mér aldrei í friði. Er stöðugt fléttandi það, togandi í það eða strjúkandi.
Jæja. Áfram gakk.
Um bloggið
Guðrún Veiga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.