Fimm hlutir á fimmtudegi

IMG_7071
 
IMG_7075 

Stundum langar mig í eitthvað voðalega gott kjöt. Með góðri sósu. Maísbaunum og rauðkáli. Bakaðri kartöflu jafnvel. En nei, ég tími bara alls ekkert að kaupa mér kjöt. Hvað geri ég þá? Nú ég bý mér til góða sósu og borða hana með maísbaunum og rauðkáli.

 

Sannkölluð veislumáltíð. Eða svona næstum því. 
 
IMG_7042 
IMG_7052 

Mér var boðið í svo stórskemmtilega heimsókn í dag. Ég fór í Iðnmark og fékk að fylgjast með Stjörnupoppi fæðast. Poppdrottningunni þótti þetta nú ekki leiðinleg upplifun. Almáttugur. Ég fékk líka að smakka fullt. Vita leyndarmál. Þreifa á baunum. Þefa. Horfa. 

 

Ekki fór ég tómhent heim. Það var svoleiðis hlaðið á mig gúmmelaðinu. Jeminn eini. Ég ætla sko að sofa með þetta allt saman upp í hjá mér í nótt. 
 
IMG_7078 
IMG_7083 
IMG_7085 

Ég er með króníska þráhyggju hvað varðar sléttar tölur. Ef ég hækka eða lækka í sjónvarpi þá verður það að enda á sléttri tölu. Sama gildir um útvarpið. Þetta getur verið vandamál ef ég er til dæmis í bíl hjá ókunnugri manneskju og hún skilur útvarpið eftir á oddatölu. 

 

Ég fæ alveg svona óþægindatilfinningu í magann. Líður stundum eins og hann ætli hreinlega að rifna. Ég byrja að svitna og finn hvernig undarleg sturlunin heltekur mig. Nei, ég ræð bara ekki með nokkru móti við mig. Ég læt vaða á helvítis útvarpið. Sama með hverjum ég er í bíl eða í hvaða aðstæðum. 

 

Ég borða líka í sléttum tölum. Jájá. Ef ég fæ mér kúlur verða þær að vera tvær eða fjórar. Ókei, stundum treð ég líka sex stykkjum upp í mig. Ef ég borða ópal verða þau alltaf að vera fjögur. Popp - ég fæ mér lúku og týni tvö og tvö upp í mig.
 
IMG_7089
 
 Hann er fundinn. Ó, hann er kominn heim. Varasalvi varasalvanna. Með hnetusmjörsbragði! Aldeilis sem hamingjan heilsaði upp á mig þegar ég fann hann þennan. Í MegaStore - auðvitað. 
 
IMG_7092
 

Ég fann líka sokkapar með uppáhalds Disney prinsessunni minni. Sem passar á mig. 

 

Ó, Öskubuska. Ég elska hana. Þegar ég var krakki var ég alltaf að leika atriðið þar sem hún missir glerskóinn sinn í tröppunum. Kirkjutröppurnar á Eskifirði voru leiksvið mitt. Ég var bara ein að leika þennan leikþátt með sjálfri mér. Eðlilega barnið sem ég var. 

 

Jæja. Ég ætla að fá mér popp. Jú og rauðvín.

 

Heyrumst. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband