Laugardagssjúss

IMG_7153
 

Það er laugardagur. Það er komið vor. 

 

Við skulum fá okkur kokteil. 
 
IMG_7099 

Ég vildi að ég hefði þann hæfileika að geta gefið kokteilunum mínum nöfn. Ég er vonlaus með nöfn. 

 

Var ég búin að segja ykkur söguna af því þegar ég breytti um nafn á barninu mínu? Daginn fyrir skírn. Við vorum með ákveðið nafn í huga alla meðgönguna. Ég skrepp svo í bakarí sólarhring áður en afkvæmið er skírt og panta tertu með þessu ágæta nafni sem var löngu ákveðið. Um leið og ég segi nafnið upphátt þá nei. Nei. Þetta nafn passar ekki. Þannig að ég skipti bara. Konan í bakaríinu horfði á mig eins og ég væri á ellefta glasi. 

 

Faðir afkvæmisins var líka ferlega hress þegar hann fékk símtal frá mér á leið minni úr bakaríinu. ,,Heyrðu, ég hætti þarna við nafnið." Einmitt já.

 

Allavega. Aftur að kokteilnum sem hefur ekkert nafn. Í framkvæmdirnar þarf:

 

Frosin vínber

Hálfa sítrónu

Hálft greip

Slurk af vodka

Fáein korn af sykri

Greip

Sprite 
 
IMG_7113 
IMG_7112 
Hellingur af frosnum vínberjum í glas.
 
IMG_7116 
IMG_7135 
IMG_7124 

Kreista safann úr bæði greipinu og sítrónunni. Örlítill sykur þar saman við.

 

IMG_7139 

Hella yfir vínberin. 

 

IMG_7144 

Sjússa vodkanu saman við.

 

IMG_7146 

IMG_7149 

Að lokum er fyllt upp í glasið með gosinu - í svona nokkuð svipuðum hlutföllum. 

 

IMG_7156 

IMG_7162 

 

 

Ótrúlega ferskur og góður. 

 

Ég er að fara á Bubba í kvöld. Bubba. 

 

Bubba!

 

!

 

Heyrumst. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband