8.4.2014 | 15:53
Breiðholtsfréttir
Ég eldaði í gærkvöldi. Mér þykir réttast að koma því á framfæri eftir að hafa rekist á fáeina áhyggjufulla lesendur um helgina. Einn sagðist oft á tíðum hafa íhugað að skilja eftir matarpoka við dyrnar hjá mér. Annar reyndi að sannfæra mig um að popp væri ekki matur. Það gekk auðvitað álíka vel og samræður við ljósastaur. Hafði nákvæmlega ekkert upp á sig.
Áhyggjur af mér eru með öllu óþarfar. Fallegar en óþarfar. Ég er letihaugur sem nennir engri fyrirhöfn. Lýg í sjálfa mig að ég hafi engan tíma fyrir eldamennsku og ein dós af maísbaunum sé ljómandi máltíð. Tala nú ekki um ef ég galdra fram sósu með þeim.
Ég fann einmitt hvítlauk í ísskápnum í gær sem ég hugsa að ég hafi keypt þegar ég flutti inn í október. Þá ætlaði ég aldeilis að vera síeldandi. Alltaf með gesti í mat og svífa um með svuntuna fyllandi á vínglösin þeirra. Bjóða upp á dýrindis osta í forrétt og læra að búa til souffle að hætti Gordon Ramsay.
Ég fór á tónleikana með Bubba og Bó um helgina. Já þið sjáið rétt. Þetta er bakgrunnurinn á tölvuskjánum hjá mér.
Ég var að reyna að útskýra fyrir mági mínum og tónleikafélaga hvernig það væri fyrir mig að sjá Bubba á sviði. Það gekk fremur brösulega. Hann íhugaði sennilega að kasta mér í hafið við Hörpuna þegar ég sagði honum að mér liði eins og ég væri að fara á tónleika með Metallica.
Ég þarf að eignast svona pils. Hvar fæ ég tjullpils á Íslandi? Nei, það þýðir ekkert fyrir ykkur að koma með brandara um Prinsessuna í Mjóddinni. Ég er einu skrefi á undan ykkur þar og búin að kíkja.
Jæja.
Kaffi. Naglalökkun. Lærdómur.
Um bloggið
Guðrún Veiga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.