10.4.2014 | 00:07
Súkkulaðihjúpað Bugles með hnetusmjörsfyllingu
Ég er mesti hnetusmjörsvinur undir sólinni. Í Breiðholtinu fjúka að minnsta kosti tvær krukkur á viku. Ég treð hnetusmjöri á svo gott sem allt sem ég borða. Nýlega hef ég svo þróað með mér blæti fyrir því að hnetusmjörsfylla allan fjandann.
Í dag var það Bugles.
Framkvæmdirnar krefjast eftirfarandi hráefna:
Bugles
Hnetusmjör
Dökkt súkkulaði
Klippum agnarsmátt gat á lítinn plastpoka og troðum hnetusmjörinu þar í.
Sprautum hnetusmjörinu gaumgæfilega inn í Buglesið.
Bræðum slatta af súkkulaði.
Ljómandi að fá svona gestakokka. Aðallega af því að ég var ónaglalökkuð og þá er bara hreint ekki lekker að fá súkkulaði undir neglurnar.
Buglesið hjúpað til hálfs.
Þetta er fáránlega ljúffengt.
Saltbragðið. Súkkulaðið. Hnetusmjörið. Brakið í Buglesinu.
Bragðlaukarnir dansa. Ég lofa.
Hnossgæti par exelans.
Heyrumst.
Um bloggið
Guðrún Veiga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.