Mjóddarferð á föstudegi

Það er orðin viðtekin venja að ég rigsi um Mjóddina á föstudögum. Beinustu leið í búðina hjá Rauða krossinum. 

 

Ég er auðvitað flóamarkaðsfíkill og gramsari par exelans. Ykkur er því óhætt að trúa mér þegar ég segi að þessi búð í Mjóddinni er ein sú besta. Ég fer aldrei þaðan tómhent. Yfirleitt valhoppandi af æsing og ánægju. Faðmandi veskið mitt af hamingju yfir því að eiga ný föt og ennþá peninga fyrir mat. 

 

Í gær gerði ég kaup ársins. Aldarinnar jafnvel.

 

 

 

Þessi jakki sko. Ég fæ andateppu. 

 

 

 

Hann er svo fallegur. Dásamlega fínn alveg. 1200 krónur. Já. Tólfhundruð. Einn þúsundkall og tveir hundraðkallar. 

 

 

Þessi elska var á sama verði. Alltof stór en kemur voðalega vel út. Ég sé hann fyrir mér við hvítar þröngar gallabuxur. Sem ég á að vísu ekki til. En jæja.

 

 

 

 

Ég féll kylliflöt fyrir þessum hnöppum. Þeir minna mig á ömmur mínar. 

 

Hér og hér má lesa um önnur skipti sem ég hef rigsað um búðir Rauða krossins. 

 

Jæja, ég er að fara á Esjuna. 

 

Ef þið sjáið fréttir þess efnis að þangað hafi verið sótt afskaplega ung kona í andnauð - já, þá vitið þið um hverja ræðir. 

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband