Hvađ er í töskunni minni?

 

Ég hef áđur bloggađ um innihald töskunnar minnar - sjá hér. Líkt og ég sagđi ţá verđ ég ansi oft vör viđ svona töskufćrslur, ađallega á erlendum bloggum. Myndirnar af innihaldinu eru alltaf jafn dásamlega fallegar.

Chanel-varalitur og merkjaveski á hvítum lođfeld. Gott og blessađ en glćtan. Glćtan segi ég. 

 

Ég neita ađ trúa ađ ég sé eini sóđalegi töskuberinn ţarna úti. Ég gćti sko bjargađ heiminum međ töskuna mína eina ađ vopni - svo fjölbreytt er innihald hennar. 

 

 

Einmitt já. Mér til varnar ţá er töskudruslan verulega slćm ţessa dagana sökum stöđugra ferđalaga. 

 

 

Dúkahnífur - nytsamlegur í allskonar ađstćđum. Varalitur og verkjatöflur - alveg hreint brýnar nauđsynjar. Nóg af spennum svona ef hárlengingarnar taka upp á ţví ađ hrynja úr mér. 

 

 

Eyrnalokkapar, pennar og sjö naglalökk. Eitt stykki subbuleg límbandsrúlla ađ ţvćlast ţarna líka. 

 

 

Ég er alltaf međ svona átta minnisbćkur í umferđ. Eđlilega. Ţarna er líka bólukrem sem ég fékk frá húđsjúkdómalćkni fyrir sirka fjórum árum. Sennilega orđiđ hćttulegt bćđi mönnum og dýrum - en vissara ađ hafa ţađ í töskunni. 

 

 

Sími, 70% súkkulađi og gafflar. Jú og tannstönglar. Fáeinar tópaspillur sem voru á einhverju stangli um töskuna. 

 

 

Spöngin af gleraugunum mínum sem brotnuđu viđ ţađ ađ ţvćlast um í töskunni fyrir stuttu. 

 

 

 

Jćja. Ég er búin ađ ryđja ţessu öllu aftur á sinn stađ í töskunni. 

Leiđin liggur á frambođsfund á Fáskrúđsfirđi í kvöld.

 

Heyrumst fljótlega.



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guđrún Veiga. Ég er mamma, mannfrćđingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauđvínssvelgur.

Ţú finnur bloggiđ mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband