Brjálæðislega einföld Oreo-ostakaka

 

Óbilandi ást mín á Oreokexi er nú á flestra vitorði. Það eru ávallt til að minnsta kosti tveir kassar af þessum munaði hérna í Breiðholtinu. Stundum má finna þann þriðja á náttborðinu mínu. Æ, það er önnur saga. Mér er yfirleitt ekki viðbjargandi - sísvöng sama hvað klukkan er. 

 

En já, ostakakan.

 

Þrjú innihaldsefni af því við nennum engum veseni:

 

Sirka 1 og 1/2 kassi Oreokex

Dós af niðursoðinni mjólk - condensed milk heitir það víst

250 grömm rjómaostur

 

 

 

Condensed milk - mér skilst að þetta fyrirbæri fáist í Kosti, Hagkaupum og einhverjum Nóatúnsbúðum. Örugglega víðar.

 

 Ég nældi mér í þessa í asísku búðinni á móti Hlemmi. Eða er hún kínversk? Nei, ég veit það ekki. Ég skil ekki einu sinni hvað stendur á dósinni. Veit varla hvort ég var að brúka réttan hlut. En þetta var gott á bragðið. Það nægir. 

 

 

Byrjum á því að mölva 16 stykki Oreo.

 

 

 

Fínt að skella kexinu í poka og lúskra á þeim með kökukefli. Slíkt verkfæri er reyndar ekki til í Breiðholtinu. Hnetusmjör er hinsvegar alltaf til og vel hægt að nota það til að brjóta fáeinar kexkökur.

 

 

Æ, ókei. Það fóru bara 14 Oreokex í pokann hjá mér. Tvö ofan í maga.

 

 

Setjum mulninginn í litlar krukkur eða álíka ílát. Þessi uppskrift ætti að duga í sirka fjórar slíkar.

 

 

 

Hrærum rjómaostinn og dósamjólkina vel saman.

 

 

Myljið 4-5 kexkökur saman við.

 

 

Mixtúran fer ofan í krukkurnar og inn í ísskáp í góðar 30 mínútur.

 

 

Aðeins meira Oreo til skrauts og ein teskeið af mjólkinni yfir.

 

 

Ofboðslega gott. 

 

Nánast eins og mök við bragðlaukana. Eða eitthvað. Þið skiljið hvað ég á við.

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband