Instagram dagsins

 

 

 

 

 

 

Stór dagur í dag. Upptökur á fyrsta þættinum mínum. Já, einmitt - ég var búin að lofa að ræða þennan þátt ekki aftur. Jæja, bara einu sinni enn. 

 

Ég er örlítið meyr í hjartanu. Það gerist afar sjaldan. Svo það sé á hreinu. Mig vantar bara aðeins að segja takk. Já, ég veit að ég er á blogginu mínu eftir upptökur á aðeins einum þætti. Ekki stödd á Eddunni í sigurvímu eftir stórkostlega þáttarröð. Það má samt alveg þakka fyrir sig. Já. Almenn kurteisi heitir það. 

 

Lísa mín í Level fær að sjálfsögðu þakkir fyrir gullfallega kjólinn sem ég klæddist í dag. Ó og auðvitað hárbandið líka. Ég og þessi hárbönd sko - eins og pylsa með tómat og steiktum. Fullkomið kombó. Elsku vinir mínir hjá hárlengingar.is fyrir hárið mitt og dásamlegu krullurnar sem það prýddi. Tara Brekkan förðunarfræðingur fyrir að gera mig svo sæta að mig langaði í sleik við spegilmynd mína. 

 

Öll kunnulegu andlitin sem ég sá ganga framhjá tökustaðnum í Ikea í dag. 

 

Linda og Einar Guðmundur fyrir að koma og skjalfesta ófá augnablik svo mamma og pabbi gætu verið með puttann á púlsinum.  Ég ætti kannski líka að þakka fjölskyldu minni fyrir að svara ennþá símtölum frá mér. Þau hafa verið óþarflega mörg síðustu daga. 

 

Starfsfólkið í Ikea - almáttugur minn. Ekkert nema liðlegheitin og hjálpsemin. 

 

Síðast en ekki síst stórvinkona mín hún Leoncie fyrir að vera gestur fyrsta þáttarins og taka þátt í frumraun minni fyrir framan kvikmyndatökuvélar. 

 

Engar áhyggjur. Þessar þakkarræður eru ekki að fara að vera viðtekin venja eftir hverja upptöku. Þessi dagur var bara gríðarlega mikil upplifun. Þetta var allt svo nýtt. Ógnvænlegt, stressandi og taugatrekkjandi. En að sama skapi stórskemmtilegt. 

 

Oj. Ég er orðin væmin. Ég ætla út að skyrpa, blóta og þamba bjór. 

 

Heyrumst.

 

Ykkur er velkomið að elta mig á Instagram - @gveiga85.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband