Mjóddarferð

Það má finna mig að minnsta kosti vikulega í búðinni hjá Rauða krossinum í Mjóddinni. Eins og ég hef jú margoft sagt ykkur frá. 

 

Ég hef sýnt ykkur ófáar gersemar þaðan og er hvergi nærri hætt. Ég ráfaði þar inn í gær og hafði tvennt á brott með mér. 

 

 

 

 

Þessi fíni fíni jakki flutti búferlum úr Mjóddinni í Seljahverfið. 1000 krónur íslenskar. Ekki ósvipaður klæðum sem prýða margar búðir þessa dagana. Sá einmitt einn keimlíkan á 8990 í ónefndri búð fyrir helgi. 

 

 

 

 

Þetta fallega uppháa pils eignaðist einnig nýtt lögheimili. Það er að vísu fjári þröngt. Ég var orðin álíka blá og það á litinn að lokinni myndatöku. En ég fór samt í spinning í gær og hef ekki bragðað hnetusmjör í átta klukkutíma. Það mun smellpassa fyrir helgi. 

 

Kostaði líka þúsundkall. Bara einn lítinn þúsundkall.

 

 

Allt í lagi - af því ég er svo ótrúlega hagsýn í fatainnkaupum þá veitti ég mér auka fjárveitingu til fylgihlutakaupa. Eða eitthvað. Hvað er eitt hálsmen á milli vina?

 

 

Æ, það er bara svo fínt og passar við allt. Það fæst hérna

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband