Í gær

 

Í gær prýddu þessar eitt eldhúsið í Ikea. Við skáluðum og blöðruðum eins og vindurinn. Jú og elduðum aðeins líka. Elsku Tara Brekkan förðunarfræðingur sá um að gera okkur sómasamlegar - ég legg til að þið kíkið á þessa síðu. Dásamlega hæfileikarík stelpa. 

 

Ég fékk líka að þukla á brjóstunum á Völu. Eða fékk er kannski ekki rétta orðið. Ég gerði það bara. 

 

Þið megið bíða spennt eftir þessum þætti. Hún kenndi mér einnig á Tinder þannig að ég verð sennilega gengin út næst þegar þið heyrið frá mér. 

 

 

Eftir upptökur brunaði ég á ljóshraða heim í Breiðholtið og riggaði upp einu stykki matarboði.

 

 

 

 

Þið getið séð fleiri myndir úr þessari gleði í Morgunblaðinu á næsta sunnudag.

 

 

Ég eyddi 18 klukkutímum á háhæluðum skóm í gær. Misbauð líkama mínum gróflega með þeim gjörðum. Enda hef ég ekki hreyft mig í allan dag. Ef ég væri hjúkrunarfræðingur hefði ég sett upp þvaglegg hjá mér. 

 

Ég er einmitt að ljúka við fjórða Pepsilítrann þannig að klósettferðirnar hafa verið ófáar og algjört óþarfa álag. 

 

Jæja. Ég þarf að klára þessa pizzu. Já og brauðstangasósuna mína. Ég panta alltaf eina slíka dollu og borða hana með skeið. Namm.

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband