Hnossgæti á miðvikudegi

 

Nei, ég er hvergi nærri hætt tilraunastarfsemi minni með saltkringlur. 

 

Þessi tilraun heppnaðist stórkostlega. Hvílíkt hnossgæti. Enda er hnetusmjör þarna í broddi fylkingar. Þá getur ekkert klikkað. Aldrei. 

 

 

Súkkulaði - og hnetusmjörssaltkringlur:


150 gr hvítt súkkulaði

1/4 bolli fínt hnetusmjör

50 gr mjólkursúkkulaði

Saltkringlur

 

 

Byrjum á því að bræða hnetusmjörið og hvíta súkkulaðið saman. 

 

 

Setjum bökunarpappír í eldfast mót og hellum blöndunni þar ofan í. 

 

 

 

Bræðum mjólkursúkkulaðið og skvettum því yfir. Hér er svo ágætt að renna með hníf í gegnum blönduna.

Þá jafnast hún út og fær fallegt mynstur. 

 

 

 

Þrýstum saltkringlunum ofan í gúmmelaðið. 

 

Inn í frystir með þetta í góðan klukkutíma.

 

 

 

Ó, boj.

 

Hnetusmjör. Súkkulaði. Salt.

 

Himneskt. 

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband