2.7.2014 | 16:21
Hnossgæti á miðvikudegi
Nei, ég er hvergi nærri hætt tilraunastarfsemi minni með saltkringlur.
Þessi tilraun heppnaðist stórkostlega. Hvílíkt hnossgæti. Enda er hnetusmjör þarna í broddi fylkingar. Þá getur ekkert klikkað. Aldrei.
Súkkulaði - og hnetusmjörssaltkringlur:
150 gr hvítt súkkulaði
1/4 bolli fínt hnetusmjör
50 gr mjólkursúkkulaði
Saltkringlur
Byrjum á því að bræða hnetusmjörið og hvíta súkkulaðið saman.
Setjum bökunarpappír í eldfast mót og hellum blöndunni þar ofan í.
Bræðum mjólkursúkkulaðið og skvettum því yfir. Hér er svo ágætt að renna með hníf í gegnum blönduna.
Þá jafnast hún út og fær fallegt mynstur.
Þrýstum saltkringlunum ofan í gúmmelaðið.
Inn í frystir með þetta í góðan klukkutíma.
Ó, boj.
Hnetusmjör. Súkkulaði. Salt.
Himneskt.
Heyrumst.
Um bloggið
Guðrún Veiga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.