4.7.2014 | 21:02
Flugferš meš sjö įra hrakspįmanni
Ég og afkvęmi mitt flugum saman sušur į žrišjudagskvöldiš sķšasta. Žaš er ekki ķ miklu uppįhaldi hjį mér aš fljśga. Alveg bara alls ekki. Ég hef nś haft orš į žvķ nokkrum sinnum įšur - mešal annars hérna.
Aš vera ķ ašstęšum sem ég hef ekki fulla stjórn į er einfaldlega ekki minn tebolli.
Žaš er hinsvegar fįtt sem heillar afkvęmiš jafn mikiš og flugvélar. Hann er enn svo lķtill og saklaus aš fyrir honum er hugmyndin um aš flugvélin geti hrapaš alveg ęsispennandi. Bara eins og um sé aš ręša hiš besta diskótek. Smį fśtt ķ mögulega tķšindalitla flugferš. Ekkert til žess aš vera hręddur viš. Iss.
Žaš var ömurlegt vešur į Egilsstöšum žegar viš fórum ķ loftiš og ókyrršin eftir žvķ. Ég sat meš augun kyrfilega lokuš, oršin blóšlaus ķ fingrunum og viš žaš aš missa saur žegar afkvęmiš hefur upp raust sķna.
Hann var nota bene skęlbrosandi og išandi sér ķ takt viš ókyrršina.
Afkvęmi: Žś žarft ekkert aš klęša mig ķ björgunarvestiš žegar viš hröpum.
Ég: .....ha? Ekki tala. Žaš er bannaš aš tala ķ flugvélum.
Afkvęmi: Nei, ég kann sko alveg aš klęša mig sjįlfur ķ žaš. Žś skalt bara flżta žér ķ žitt.
Ég: Hęttu. Uss. Žaš er enginn aš fara ķ neitt fjįrans björgunarvesti.
Afkvęmi: Nei ekki nśna. Bara į eftir.
Ég: Suss. Lestu bókina žķna. Eša finndu žér annan sessunaut.
Afkvęmi: Annars žarftu ekkert aš fara ķ vestiš...
Ég: Nei ég veit. Viš lendum ķ Reykjavķk eftir smįstund.
Afkvęmi: ...nei sko, žś deyrš hvort sem er bara strax og žś dettur ķ sjóinn.
Ég: Valur Elķ - ég get svo gušsvariš fyrir žaš!
Afkvęmi: Bara bśmm (klappar saman lófunum meš tilheyrandi hįvaša) mašur dettur svo fast. Bśmm. Dįinn.
Einfalt mįl. Dettur ķ sjóinn. Bśmm. Dįinn.
Af hverju er ekki bošiš upp į įfengi ķ innanlandsflugi?
Heyrumst.
Um bloggiš
Guðrún Veiga
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.