Þriðjudagar eru Oreodagar

 

Endalausar sólarmyndir úr heimahögum mínum fyrir austan eru að buga mig. Nei ég lýg. Ég hef það fínt hérna. Étandi, fitnandi, rignandi niður og deyjandi úr D-vítamínskorti. 

 

Æ, veðrið skiptir mig engu. Held ég. Ég nýt mín mun betur fyrir framan sjónvarpið en í sólbaði. Ég hef til dæmis farið í sund einu sinni á síðustu 13 árum. Einu sinni! 

 

Ég nenni ekki sundlaugum þar sem ekki er seldur bjór. Fer bara í sund í útlöndum. 

 

Já. Það má rigna fyrir mér. 

 

En að máli málanna.

 

Oreotilraun dagsins.

 

 

 

Í tilraunina þarf þrennt (magnið fer eftir því hversu mikið þið ætlið að búa til):


Oreo

Reese´s Peanut Butter Cups

Súkkulaði til þess að hjúpa

 

 

 

Tökum Oreoið í sundur. Við erum bara að fara að nota kremhlutana. Mmmm.

 

 

Einn Reeses´sbiti settur ofan á.

 

 

 

Ó, augun mín. Mér líður eins og gömlum pervert að horfa á klám.

 

 

Bræðum súkkulaði.

 

 

Hjúpum dýrðina vandlega.

 

 

Inn í ísskáp í drjúga stund. 

 

 

 

Hér þarf engin orð. 

 

Ég ætla ekki að bera þetta saman við kynlíf með einhverjum eða hvers kyns sleikingar. Ekki í þetta sinn. 

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Girnilegt.

Palestína hefur eignast sína eigin Malölu. Sjáðu hér:

http://www.israelvideonetwork.com/this-palestinian-christian-woman-is-being-threatened-and-harassed-for-this-speech

Guðjón (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband