Currently

 

Í augnablikinu er ég að sötra þetta ljómandi fína te. Sem ég keypti bara sökum þess að það stendur marshmallow í bragðlýsingunni. Te með sykurpúðabragði? Selt!

 

 

Í augnablikinu ætti íbúðin mín að ilma eins og nýtýnd græn epli. Slík er ekki raunin. Note to self: ilmkerti á 89 krónur úr Bónus virka ekki. 

 

 

Í augnablikinu á þetta hnetusmjör hug minn og hjarta. Solla? Hver er það? Þetta smjör er mjúkt, blautt og rjómakennt. Dásamlegt út á skyrið, ísinn, með pylsunni eða selleríinu. Mmm. 

 

 

Í augnablikinu er ég afar þakklát fyrir að eiga mömmu sem kemur aldrei tómhent frá útlöndum.

 

 

Í augnablikinu liggur þessi bók við hlið mér í sófanum. Me Before You eftir Jojo Moyes. Ég hef lesið hana áður. Svona sjö sinnum. Ótrúlega hjartnæm og falleg saga um konu sem fellur fyrir lömuðum manni sem þráir ekkert heitar en að deyja. Mæli með henni - já og að minnsta kosti fjórum klútum á meðan lestri stendur. 

 

 

Í augnablikinu sit ég límd yfir þessum þáttum. Banvæn veira herjar á alla heimsbyggðina og McDreamy kemur til bjargar. Í búning. Namm. 

 

 

Í augnablikinu sárvantar mig klippingu. Ég lét hárlengingarnar fjúka í dag. Mig langaði bara svo að klóra mér duglega í höfuðleðrinu. Helst til blóðs. Það er ekki hægt með hárlengingar. Djöfull sem ég er búin að klóra mér í dag. Klóra, klóra og klóra. 

 

Ég er algjör nýgræðingur hvað varðar hárgreiðslustofur á höfuðborgarsvæðinu. Einhver meðmæli?

 

Ég er líka eiginlega búin að bíta það í mig að lita hárið ljóst. Ekki?

 

 

Í augnablikinu er ég að bíða eftir að þessi guðdómlegi Tandoorikjúklingur komi út úr ofninum. Ég át yfir mig af ís í dag. Þess vegna er kvöldverður í Breiðholtinu borinn fram klukkan níu. 

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband