Fimm hlutir á fimmtudegi

 

 

Gíraffinn sem ég ræddi um fyrir ekki svo löngu er loksins fluttur í Breiðholtið. Hann er eftir hæfileikaríku frænku mína hana Drífu Reynis. Sómir sér ferlega vel svona á stofugólfinu. Negla nagla? Ég? 

 

Nei. Ekki án stórslysa.

 

Bíðum þangað til pabbi kemur í bæinn. 

 

 

 

Ég á ekki bara hæfileikaríkt skyldfólk. Ó, nei. Hún Vigga vinkona mín býr til alveg dásamlega falleg hárbönd. Hún föndrar þau í öllum mögulegum litum og útgáfum. Bæði á börn og fullorðna. Hérna má til dæmis sjá eina litla dúkkulísu skarta álíka hárbandi. 

 

Viggu má svo finna hér - ef ykkur þyrstir í eitt stykki band. Nú eða tvö. 

 

Ekki horfa á hárið á mér. Ég bölva móðurættinni og krullunum þaðan að minnsta kosti vikulega. Fokking krullur.

 

 

Matarmanían þessa dagana. Skyndihafragrautur úr Bónus. Með sýrópsbragði. Auðvitað. 

Slumma af hnetusmjöri út í og voilá - veisla. 

 

 

Það fæst svo margt fallegt í Söstrene Grene núna. Ég gekk alveg berseksgang þar í gær. Nei ókei. Ég keypti bara þessa örfáu hluti. En ég hefði vel getað gengið berseksgang samt. Ferjað síðan innkaupin heim með vörubíl. Í fullkomnum heimi. 

 

 

Á morgun ætla ég að skera þennan ananas í bita. Beikonvefja bitana og steikja. Ég er handviss um að það sé kombó sem getur ekki klikkað.

 

Reyndar getur ekkert sem vafið er með beikoni klikkað. Ekki að ræða það. 

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband