Pizza í hollari kantinum

 

Í kvöld bjó ég mér til pizzu í hollari kantinum. Jú, þetta er ég Guðrún Veiga sem talar. Sver það. Suma daga reyni ég að borða hollt. Í alvöru. 

 

Ég borða mjög sjaldan brauðmeti. Ekki af því það er svo vont, ó nei. Ég elska brauð. Ástæðan er aðallega sú að ég er með þarmastarfsemi á við nírætt gamalmenni. Eins smekkalega og það hljómar. Einu sinni var ég ranglega sjúkdómsgreind og má sennilega prísa mig sæla að vera ennþá með þarma yfir höfuð. 

 

Jæja. Nóg um það. Pizzan - ef þið hafið ennþá matarlyst. 

 

 

 

Pizzabotn úr möndlumjöli:

 

1 og 1/2 bolli möndlumjöl

1 egg

1 matskeið ólívuolía

1/2 teskeið salt

1/2 teskeið oregano

1/4 teskeið matarsódi

 

Hrærið saman þangað til blandan verður að deigi. Fletjið deigið þunnt út. Það er ferlega klístrað og ég notaði sleif til þess að smyrja því eiginlega á bökunarpappírinn.

 

Bakið botinn við 200° í fimm mínútur. Takið hann síðan út og plantið á pizzuna því áleggi sem hugurinn girnist. Aftur inn í ofninn þar til osturinn er orðinn gylltur. 

 

Ég setti reykta skinku, papriku, rauðlauk, kirsuberjatómata og camembert á mína pizzu. 

 

 

 

Ein besta pizza sem ég hef smakkað. Svo ég tali nú ekki um að sleppa við uppblásna vömb og hægðartregðu í viku. Djók. 

 

Samt ekki.

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband