Instagram

 

Það hentar mér svo afskaplega vel að skrifstofan mín sé staðsett í stofunni heima hjá mér. Þar má ég bæði fikta með eld og drekka rauðvín. 

 

 

Sofandi afkvæmi. Ef vel er að gáð sést glitta í hauskúpuhúðflúr á vinstri upphandlegg. Jú svo sefur hann vopnaður af því ,,það búa menn í Reykjavík sem eru með sokkabuxur á hausnum og stela dóti og fólki" að hans sögn. 

 

 

Ég hef augljóslega lítið verið í stuttermabol í sumar. Kríthvítir handleggir í stíl við appelsínugult andlit. Smart. Virkilega smart.

 

 

Það var á miðnætti í gærkvöldi sem ég áttaði mig á því að það var ekki allt með felldu. Það var laugardagskvöld. Menningarnótt. Ég sat fyrir framan tölvuna með vatnsglas. Ha? 

 

 

Fimm mínútum síðar.

 

 

Ég hef aldrei verið eins slakur bloggari og núna í ágústmánuði. Þetta verkefni á allar mínar vökustundir. Líka þær stundir sem ég ætti að vera sofandi. Þið þurfið að sýna bloggleysi örlitla þolinmæði. Rúmlega tvær vikur þangað til ég skila. Svo sef ég sennilega í tvær vikur þar á eftir. Eða fram yfir áramót. 

 

 

 

Það þarf einnig að sýna matarmyndunum sem ég dúndra inn á Instagram þolinmæði. Engar áhyggjur - þær taka enda á skiladegi þann 10.september. Þá ætla ég aldrei að elda aftur. Aldrei segi ég. 

 

 

Ég varla þekkti sjálfa mig í dag. Standandi með svuntu á miðjum sunnudegi að svissa baunir. 

 

 

Jæja. Áfram gakk. Svínfitandi matreiðslubók fyrir letingja skrifar sig ekki sjálf. Við skulum líka öll leggjast á eitt og biðja þess að Bubbi aldrei svo mikið sem opni þessa bók. Almáttugur minn.

 

Ykkur er velkomið að fylgja mér á Instagram - @gveiga85.


Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband