Fimm hlutir á fimmtudegi

 

Úff, brasið á mér þessa dagana. Ég er á sífelldu flandri um bæinn með fullt fang af mat. Hrikalegt vesen sem það getur verið að finna hentugan stað fyrir myndatökur. 

 

Ég lá einmitt hérna í garðinum í gær með svínfeita beikonsamloku á bringunni - var að reyna að ná nærmynd sko. Komu ekki þrír menn aðvífandi til þess að athuga hvort það væri í lagi með mig. "Oh my God we thought you were choking!" Nei, nei strákar mínir - bara að mynda beikonsamlokuna mína. 

 

 

Ljómandi góð kaup sem ég gerði í Hagkaup í síðustu viku. Í barnadeildinni. Þrjú pör af blúndusokkum á innan við þúsundkall. Mamma sagði að vísu að ég væri eins og trúður í þeim. Við mæðgur höfum afar ólíkt fegurðarskyn. Að minnsta kosti þegar kemur að klæðnaði. 

 

 

Það áttu sér stað nánast banvænar eldglæringar hérna í fyrradag. Almáttugur minn. Ég þóttist ætla að útbúa mér eitthvað sem kallast brownie in a mugÞetta er einhverskonar súkkulaðikaka sem búin er til í örbylgjuofni. 

 

Löng saga stutt: Það þurfti að reykræsta íbúðina. Ég þurfti áfallahjálp. Rándýr örbylgjuofn féll í valinn.

 

Nei ég veit ekkert hvað skeði. 

 

 

Sko. Ég tengi hvers kyns stúss í eldhúsinu alltaf við jólin og jólalög. Og þar sem ég er flutt búferlum inn í helvítis eldhúsið þá var ég tilneydd til þess að hefja hlustun á þeim. Einfaldlega tilneydd. Ó, þið ættuð að sjá mig. Steikjandi beikon, poppandi og dansandi við Jingle Bells. 

 

 

Jæja. Þessi líflegi morgunverður bíður mín. 

 

Heyrumst fljótlega.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband