Fimm hlutir á fimmtudegi

 

Það er fundið. Besta rakakrem í heimi. Mögulega það ódýrasta líka. Tæpar 1500 krónur.

 

 

Ástandið var bagalegt hérna fyrr í vetur. Það virkaði ekkert. Ódýrt, dýrt - skipti engu. Ég hef líklega prófað hvað flest krem undir sólinni. Ég vann lengi í apóteki. Þar var starfsmannaafsláttur og ég fékk aldrei krónu útborgað. Átti hins vegar rosalega mikið af kremum. Og ilmvötnum. Og augnblýöntum. Það er önnur saga.

 

Ég las um þetta undrakrem frá Decubal á blogginu hennar Ástríðar. Ákvað að eyða enn einum helvítis þúsundkallinum. Voilá - ég er eins og nýbónaður skalli. Í andlitinu sko. Glansandi fín.

 

 

Ég ætla ekki að segja ykkur hversu mörgum dollum ég stúta af þessu á viku. Hnetusmjörsneysla mín hefur þurft að lúta í lægra haldi undanfarið. Ég bara get ekki hætt. 

 

Ég var eitthvað utan við mig (þá sjaldan) í Krónunni fyrir ekki svo löngu. Hélt að ég væri að teygja mig í vel mæjónesað salat í svipuðum umbúðum. Tók þetta svo upp úr pokanum þegar ég kom heim. Smakkaði. Féll kylliflöt. 

 

 

Já. Ég borða hummus sem sagt svona. Smyr á skinku. Rúlla upp. Sælir eru einfaldir.

 

Ég borðaði einmitt heilt skinkubréf í kvöldmat áðan. Jú, unnar kjötvörur og allt það. Ég veit. Ætla að hætta að borða þær eftir áramót. Sagði enginn, aldrei.

 

 

Óóó. Ég er komin um borð í flaggskipið. Ég játa mig sigraða. 

 

Mér til varnar þá voru þeir á útsölu. Legg til að þið fylgist með versluninni Módern á Facebook. Þar eru oft stórfín tilboð. Og stórkostleg þjónusta í sjálfri búðinni. (Nei, ég fékk ekki greitt fyrir þessi meðmæli. Ekkert. Nada. Nothing). Ég er bara afar veik fyrir góðri þjónustu. Og hvers kyns tilboðum.

 

 

Gengur Herbert Guðmunds ekki í hús og selur geisladiskana sína? Og Gylfi Ægis líka?

 

Viljið þið fá mig í kaffi?

 

Heyrumst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband