Topp fimm

Við erum ekki að fara að ræða um menn eða maskara á þessum lista. Ó, nei. 

 

Ég hef nú þegar sett saman tvo lista yfir menn sem rífa allar óviðeigandi hugsanir út á dansgólfið. Sjá hér og hér. Maskarar, já nei. Ég kann ekki einu sinni nöfn á fimm slíkum.

 

En sælgæti - ó, þar er ég á heimavelli.

 

Hér tölum við fyrir utan Bingókúlur og Reese´s Peanut Butter Cups. Það er eiginlega ekki nammi - meira svona eitthvað sem er alltaf til inni í skáp. Nei, ég segi nei. Ekki talið sem sælgæti. Bara hluti af daglegri fæðuinntöku.

 

 

Milka Oreo og Milka Caramel. Guð minn góður - þegar Milka Oreo lenti á Íslandi, svipuð tilfinning og að eiga barn. Sko eftir að barnið er komið í heiminn. Dálítið löngu eftir. Og maður er ennþá í örlítilli glaðloftsvímu. Hrein og tær hamingja. Mmm.

 

 

Súkkulaði og salt - blanda sem ég hef rætt svo margoft við ykkur. Hérna er karamella komin í sömu sæng. Þetta þarf ekki að ræða neitt frekar. 

 

 

Þetta er eiginlega búið að vera uppáhalds súkkulaðið mitt síðan ég man eftir mér. Föðursystir mín var að passa mig fyrir langa löngu og gaf mér svona stykki. Að öllum líkindum til þess að þagga niður í mér. Ég var mjög óþægilegur krakki og hugsaði aldrei áður en ég talaði. Í dag hugsa ég alltaf áður en ég tala. Alltaf.

 

 

Ég. Elska. Rommý. Ah, að finna það bráðna á tungunni og svo tekur fyllingin völdin. Algjör sæla. Minnir mig á langömmu mína sem átti alltaf til nóg af kóki í gleri og fullan skáp af Rommý.

 

 

Ég er búin að borða mjög ótæpilega af þessum sleikjóum yfir ævina. Kannski sælgæti almennt ef út í það er farið. Mér finnst þessir dökkbrúnu að vísu ekki góðir. Ég ét þá samt sko. Svipað og með Makkintoss, á endanum ét ég vondu molana. Svona þegar ég rekst á dunkinn inni í geymslu í mars eða apríl - fullan af appelsínugulum og rauðum molum. Sem eru jú ógeð en samt hugsa ég ,,neeehh, ég fer nú ekki að henda þessu."


Treð þeim svo í andlitið á mér án þess að blygðast mín. 


Hvað er uppáhalds nammið ykkar? 

 

Do tell.

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband