Súkkulađibitakökur međ beikoni

 

Nei, ţiđ eruđ ekki ađ sjá ofsjónir og nei ég er ekki farin yfir um. Eđa ég svona rétt hangi á brúninni. Bara eins og venjulega. 

 

Einhverjir muna kannski eftir ţví ţegar ég tók mig til og súkkulađihjúpađi beikon - nánar um ţađ hér. 

Ţađ var alveg glettilega gott. Beikonsmákökur voru ţví í mínum huga tilraun sem eiginlega gćti ekki misheppnast. Hvađ getur svo sem misheppnast ţegar beikon er annars vegar? Ég gćti vel unađ mér viđ ađ liggja í beikonfitu alla daga. Alltaf. 

 

 

Súkkulađibitakökur međ beikoni:


3/4 bolli mjúkt smjör

2 matskeiđar beikonfita (nei, ekki hćtta ađ lesa núna!)

1 bolli púđursykur

1/2 bolli sykur

2 egg

1 teskeiđ matarsódi

1 teskeiđ vanilludropar

2 og 1/4 bolli hveiti

1 bolli dökkir súkkulađidropar

1/2 bolli ljósir súkkulađidropar

200 grömm beikon

 

 

 

Byrjum á ađ steikja beikoniđ. Jú og hérna já - nćla okkur í sirka tvćr matskeiđar af beikonfitu á međan steikingu stendur. 

 

 

Ć, hvađ er smá beikonfita á milli vina?

 

 

Hrćrum saman sykurinn, smjöriđ, púđursykurinn og beikonfituna. 

 

 

Egg og matarsódi saman viđ. Hrćrum vel.

 

 

Síđan hendum viđ hveiti og vanilludropum í skálina. Hrćrum ađeins meira.

 

 

Súkkulađiđ ofan í.

 

 

 

Ó boj, ég er svo mikill beikonöfuguggi. Mér líđur eins og ég sé ađ setja inn klám.

 

 

Hrćrum ţessi unađslegheit vel og vandlega saman.

 

 

Mótum litlar kúlur úr deiginu og bökum ţćr í sirka 8 mínútur viđ 185°.

 

 

 

Ég lofađi ađeins of langt upp í ermina á mér ţegar ég sagđist ćtla ađ snúa mér ađ heilsuréttum eftir páska.

Slíkt fer mér bara ekki. 

 

Ekki frekar en ljóst hár, bleik föt eđa fallegur bíll. Ég er best geymd međ beikonfitu í munnvikinu, keyrandi um á 15 ára gamla Yarisnum mínum. 

 

Ţessar kökur koma skemmtilega á óvart. Lofa.

 

Heyrumst.

 

 



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guđrún Veiga. Ég er mamma, mannfrćđingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauđvínssvelgur.

Ţú finnur bloggiđ mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband