Mæðginin

Æ, ég er að eiga svo góða daga. Afkvæmið er í Breiðholtinu og það er fátt sem gerir mig jafn hamingjusama.

 

Stundum fæ ég að vísu kaldan hroll niður bakið þegar ég er að eiga samskipti við hann. Það er nákvæmlega eins og ég sé að tala við sjálfa mig. Sísvangur þverhaus sem hefur skoðun á öllu. Lítil sjö ára jarðýta. 

 

 

Hann gat ómögulega skilið af hverju hann mátti ekki gefa manninum 5000 kallinn sem var að þvælast í veskinu mínu. ,,Sérðu ekki að hann er mjög fátækur mamma? Hann er í rauðum buxum og fer aldrei í klippingu."

 

 

Litla jarðýtan hefur líklega horft á Titanic móður sinni til samlætis aðeins of oft. Þarna stóð hann á bakkanum og tuðaði I´m the king of the world. 


 

 

 

Oh. Það er svo gaman að hafa einhvern til að borða með. 

 

 

 

Ansi hamingjusamur með mömmu sína þarna. Lasagne með hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum. Hann myndi éta fatið upp til agna hefði hann frjálsar hendur. 

 

 

 

Örlítil popptilraunastarfsemi að loknu lasagneáti. Þá sjaldan.

 

 

Hann rumskaði þegar ég skreið upp í rúm til hans í gærkvöldi. Stakk sér beinustu leið undir mína sæng og hjúfraði sig svo fast upp að mér að ég varla náði andanum. Svo hvíslaði hann ,,þú ert svo góð mamma að ég veit bara ekki hvað ég á að gera við þig."  


Búmm. Ef einhver getur sprengt mitt ískalda hjarta þá er það þessi. Fer alveg með mig stundum. Ótrúlega hlý og saklaus lítil mannvera.

 

Jæja. Nóg af væmnu barnatali.

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband