PiparmyntusúkkulaðiPOPP

 

 

Nei, ég var ekki að horfa á HM í gærkvöldi. Hreint ekki. Ég var að njóta ásta með nýjustu poppafurð minni sem leit dagsins ljós hérna í Breiðholtinu í gær. 

 

 

Ó, halló besta kex í heimi. Fyrir utan Oreo.

 

Eruð þið spennt að sjá hvert ég er að fara með þetta?

 

 

Piparmyntusúkkulaðipopp:


Rúmlega 1/2 poki Stjörnupopp

10 Viscount kexkökur

1 poki súkkulaðidropar

1 stykki Pipp

 

 

Þið ættuð að vera farin að kunna verkferlið í kringum poppframkvæmdir.

 

Bökunarpappír á ofnplötu og poppið þar ofan á. 

 

 

 

Söxum kexið í grófa bita.

 

 

Bræðum saman Pippið og súkkulaðidropana.

 

 

Hellum súkkulaðiblöndunni yfir poppið og hrærum vel.

 

 

 

Hendum kexinu saman við og hrærum, hrærum og hrærum.

 

Inn í ísskáp í góðar 30 mínútur. Sleikja skeiðina, skurðarbrettið og pottinn.

 

 

 

Sennilega jafn gott og að fara í sleik við Gordon Ramsay. 

 

Hrikalega ljúffengt. Alveg hrikalega.

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband