Það skemmtilegasta

 

 

 

 

 

Að stýra sjónvarpsþætti er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Án alls vafa. Guð á himnum hvað þetta hefur verið skemmtilegt ferli. Lærdómsríkt og stressandi líka. En það er nú ekkert sem eitt rauðvínsglas lagar ekki. Eða þrjú. Eins og myndirnar hér að ofan gefa augljóslega til kynna. 

 

Guðrún og glasið. Fjári fínt par það. 

 

Eins gaman og þetta hefur verið þá geri ég mér enga grein fyrir því hvernig þættirnir koma út. Dómstóll götunnar hræðir mig. Ég hef verið tekin nokkrum sinnum fyrir á hinum ýmsu kommentakerfum síðan ég byrjaði að blogga. Alveg virkilega óskemmtileg lífsreynsla. En maður getur víst ekki verið allra. Er það nokkuð?

 

Ég bind auðvitað allar mínar vonir við að þið hafið gaman að nokkuð óviðeigandi konu. Mjög óviðeigandi á köflum (sorrý mamma). Svona sæmilega drykkfelldri. Sem eldar ekkert nema popp. 

 

Ég fer í loftið fimmtudaginn 17.júlí. 

 

Þið náið iSTV á stöð 7 í gegnum dreifikerfi Símans og á stöð 24 hjá Vodafone. 

 

Jæja. Ég og afkvæmið erum að éta ostapopp og horfa á jólamynd. Já í júlí. 

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Myndirnar lofa góðu. Ég er líka rauðvínskerling og nýt þess í botn. Gangi þér vel með þetta Ævintýri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2014 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband