Með kanilkexi og hvítu súkkulaði

 

Ég fylgist ekki með fótbolta og horfði ekki á landsleikinn. Ég eyði mínum frítíma í að bardúsa með popp. 

 

Þetta popp er hreint út sagt stórfenglegt. Svipað og að skora tvö mörk í fyrri hálfleik. Ókei. Ég horfði með öðru auganu. Karlmenn á stuttbuxum og svona. Lærvöðvar. Mmm.

 

 

 

Í þessar aðgerðir þarf eftirfarandi hráefni:

 

1/2 poki Stjörnupopp

100 grömm hvítt súkkulaði

8 stykki LU kanilkexkökur

 

 

 

Brjótið kexið í hæfilega litla bita.

 

 

Bræðið súkkulaðið og slettið því yfir poppið. Fram og til baka. Vel og vandlega. 

 

 

Kexinu smellt út í. 

 

 

Hræra duglega saman. Sleikja skeiðina. 

 

Hendið þessu inn í ísskáp í góðan hálftíma.

 

 

 

 

Stökkt kanilkexið. Saltað poppið. Sætt súkkulaðið. Namm. Fullt hús stiga.

 

Heyrumst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband