Nachos til ţess ađ deyja fyrir


 

Ég gćti flutt búferlum ofan í Doritospoka og lifađ ţar hamingjusöm til ćviloka. Svartan Doritospoka nota bene. Ég tređ ţessum bölvuđu flögum allsstađar. Í kjúklingarétti, í kjötrétti, í salöt, upp í mig, upp í ađra og út um allt. Ţađ er allt betra međ dálitlu Doritos. 

 

Meira ađ segja ís. Appelsínugulur Doritos og bananaís - draumur í dós. Sver ţađ. 

 

 

 

Síđustu helgi bjó ég til alveg guđdómlegt nachos. Himnarnir grétu. Í alvöru. Svo ljúffengt var ţađ.

 

Nachos til ţess ađ deyja fyrir:


1 poki svartur Dortios (eđa hvađa tegund sem fleytir ykkar bát)

1 krukka sterk salsa sósa

1 poki rifinn ostur

1 saxađur rauđlaukur

1/2 söxuđ paprika

1/2 krukka sólţurrkađir tómatar

ferskt kóríander (smekksatriđi - má sleppa)

sýrđur rjómi

 

Ég byrjađi á ţví ađ setja slatta af flögum í botninn á eldföstu móti. Svo lék ég bara af fingrum fram. Henti dálítiđ af osti hingađ og ţangađ. Skvettu af salsasósu. Dreifđi örlítiđ af papriku og rauđlauk yfir. Ásamt kóríander og sólţurkkuđum tómötum. Annađ lag af flögum og sama sagan aftur - öllu dreift yfir. Ţetta endurtók ég ţar til Doritospokinn klárađist. Setti svo dálítiđ vel af osti ofan á.

 

Inn í ofn á 180° í sirka korter. Eđa ţar til osturinn bráđnar. 

 

 

Boriđ fram međ sýrđum rjóma. Og stóru bjórglasi.

 

Mmm.

 

Heyrumst.



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guđrún Veiga. Ég er mamma, mannfrćđingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauđvínssvelgur.

Ţú finnur bloggiđ mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband