Gult, gult, gult

 

Ég neyddi mig til þess að fara á miðnætursprengju Kringlunnar í gærkvöldi. Ég þoli ekki mannamergð. Múgæsing. Bílastæðaþjófa. Biðraðir. 

 

Ég hins vegar elska frítt vín. Og að næla í jólagjafir á afslætti. Það var því tilgangur þessa ferðalags. Frítt vín og ódýrar jólagjafir.

 

Ég ætlaði upphaflega í leikfangadeildina í Hagkaup. Að finna jólagjöf handa afkvæminu. En komst aldrei alla leið. Ég var rétt komin inn fyrir dyrnar þegar ég áttaði mig á að inni í Hagkaupum var búið að opna nýja búð. F&F heitir hún. Veit ekki frekari deili á henni.

 

Ég gleymdi skyndilega stað og stund. Hvað ég héti. Og að ég ætti afkvæmi yfir höfuð.

 

 

Þarna var hún - kápa drauma minna. Öskrandi nafn mitt.

 

Gul eins og sólin. Alveg syngjandi fögur. Ó, eins og Bubbi á góðum degi.

 

 

9.900 krónur. Það var ómögulegt að neita mér um hana. Ekki að ræða það. 

 

 

Bakhlutinn. Á mér og kápunni.

 

Ég er alveg skínandi sæl með hana. 

 

Heyrumst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Veiga

Höfundur

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir

Ég heiti Guðrún Veiga. Ég er mamma, mannfræðingur, matarperri, múltítasker, nautnaseggur, naglalakkari og rauðvínssvelgur.

Þú finnur bloggið mitt hérna: gveiga85.blogspot.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7559
  • IMG_7558
  • IMG_7537
  • IMG_7532
  • IMG_7515

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband